Senda SMS-skeyti til valinna aðila

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Aðrar aðgerðir >

Senda SMS-skeyti til valinna aðila

Þessi aðgerð hentar vel til minna sjúklinga á ógreidda reikninga, fyrir innköllun o.m.fl.  Aðeins er hægt að nota þessa sendingaraðferð ef þú ert í viðskiptum við SMS-sendiþjónustu, þ.e. þú borgar fyrir þessi skeyti.

 

Veldu Ýmislegt - Senda SMS-skeyti til valinna aðila til að kalla fram þessa skjámynd:

 

 

 

Tilgreindu viðeigandi forsendur og ýttu svo á takkann Velja, til að velja móttakendur. Þá birtast þeir sjúklingar sem uppfylla forsendurnar.  Því fleiri atriði sem þú tilgreinir, þeim mun þrengra er valið og færri munu veljast á listann.

 

Þú getur tvísmellt á sjúkling til að sækja upplýsingar um hann, eða fellt niður tiltekinn sjúkling með því að hægri-smella og velja Fella af lista.

 

Því næst velur þú rammaskeyti til að nota fyrir sendinguna.  Hægt er að gera breytingar á skeytinu (sem vistast ekki) og forskoða hvernig það mun líta út fyrir tiltekinn sjúkling.  Þú getur vísað á breytuheiti, til að kalla fram tiltekin atriði.

 

Að lokum ýtir þú á takkann Senda skeyti á valda aðila, og mun þá kerfið senda persónulegt SMS-skeyti á alla þá sem eru á listanum.

 

Ef hætt var við sendingu í miðjum klíðum, er hægt að halda áfram þar sem frá var horfið með því að smella aftur á senda takkann.  Hver lína er merkt með haki í dálkinn Sent ef sending gekk eðlilega.  Að sendingu lokinni, er hægt að skoða sendiskýrsluna til frekari staðfestingar.