Afrita helstu atriði um sjúkling

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Aðrar aðgerðir >

Afrita helstu atriði um sjúkling

Þessi aðgerð afritar helstu upplýsingar um sjúkling yfir á Windows klippuborðið.  Það má nýta til samskipta við önnur forrit, s.s. fyrir límmiðaprentun, bréfaskriftir og fleira í þeim dúr.  

 

Þessi liður er aðgengilegur í valmyndinni, undir liðnum Sjúklingur - Afrita helstu upplýsingar á klippuborðið. Einnig má nota Alt+C af lykilborðinu til að framkvæma þetta hvar sem er í forritinu.  Sjálfgefið birtast þessar upplýsingar:

 

Númer: 0112

Kennitala: 150757-2239

Nafn: Ingólfur Helgi Tryggvason

Símar: 893-8227 557-4927 560-1525

 

 

Hægt er að skilgreina hvaða svæði eru notuð, og á hvaða formi, með því að breyta skráningu í Tann.ini stýriskránni og má þar vísa í ýmis breytuheiti.  Þetta dæmi um uppsetningu:

 

[Sjúklingur]

Afrita=Sjúklingur: #ID - #NATIDD (#AGE)#NL#NL#NAME#NL#HOME#NL#POST#NL#NLNæsti tími: #NDATE kl. #NTIME

 

skilar þessu á klippuborðið:

 

Sjúklingur: 0112 - 150757-2239  (57)

 

Ingólfur Helgi Tryggvason

Jakaseli 16

109 Reykjavík

 

Næsti tími: 12. feb. 2012 kl. 09:00