Stillingar fyrir SMS-skeyti

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Tæknimál >

Stillingar fyrir SMS-skeyti

Til að senda SMS-skeyti notar Tannlæknaþjónninn vefþjónustur hjá símafélögunum eða SMS-sendiþjónustum.  Yfirleitt kostar á bilinu 10 til 15 krónur að senda hvert skeyti, en það getur margborgað sig, því ekki þarf að hringja í hvern og einn til að staðfesta úthlutaðan tíma.

 

 

Áreiðanleg SMS-sendiþjónusta

 

Hugmót veitir tannlæknum og reyndar hverjum sem er, áreiðanlega þjónustu við sendingar á áminningum með SMS og/eða tölvupósti.  Þjónustan er mjög samkeppnisfær í samanburði við aðrar á markaði: Ekkert fast mánaðargjald er tekið, heldur sendum þér reikning 3-4 sinnum á ári (eftir notkun), sem sparar færslugjöld og bókunarvinnu.  Nánari upplýsingar finnur þú á: www.hugmot.is/sms

 

Ýmsir aðrir aðilar veita áþekka þjónustu, og ef með þarf getum við ráðlagt þér og aðstoðað við uppsetningu, kjósir þú að kaupa skeytasendingarþjónustu frá þeim.  Flest þeirra taka fast mánaðargjald, auk sendingargjalds fyrir hvert skeyti.

 

Til að virkja slíka þjónustu, þarftu fyrst að semja við þjónustuaðilann og jafnvel kaupa inneign.  Síðan þarftu að bæta við eftirfarandi skilgreiningum í Tann.ini stýriskrána, undir kaflann [SMS].  Ef þú vilt geta sent áminningar frá fleiri en einni vinnustöð, þarftu að setja sömu stillingar í Tann.ini stýriskrána á hverri tölvu.  Dæmið miðar við þjónustu Hugmóts og feitletruðu svæðin einkenna þig sem notanda:

 

[SMS]

SMS_service=Skeytasendingar Hugmóts

SMS_service_page=http://www.hugmot.is/sms

SMS_service_url=http://www.hugmot.is/sms/send.php?user=notandi&pass=leyniorð&to=#PHONE&text=#TEXT

SMS_service_ok=<BODY>0 OK</BODY>

SMS_text_limit=160

SMS_xlatchar=þöðáéíóúýÞÖÐÁÉÍÓÚÝ todaeiouyTODAEIOUY

 

 

Stýriskráin SMS_textar.ini skilgreinir sjálfgefna texta fyrir sendingu stakra SMS-skeyta.  Auðveldast er að breyta henni með því að kalla fram Ýmislegt - Senda SMS og ýta á Breyta-takkann.  Nota má ýmis breytuheiti í stöðluðu textunum.