Forsendur

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Rafræn samskipti við SÍ >

Forsendur

Til að koma á rafrænum samskiptum við SÍ, þarf fyrst að tilgreina nokkrar forsendur og valkosti. Veldu Uppsetning - Almenn uppsetning af valmyndinni og síðan flipann Sjukra.is.  Þá birtist þessi skjámynd:

 

 

Hakaðu við Senda rafræna reikninga til Sjúkratrygginga Íslands ef þú ætlar að nota þennan möguleika í kerfinu.  Sumir notendur hafa ekki samið við SÍ, og munu því afhaka þennan valkost.

 

Hakaðu við Afrita reikninga með villum í vinnusafn ef þú vilt að innsendir reikningar sem fengu villuboð, verði vistaðir í vinnusafni (t.d. Z:\Temp) og því hægt að skoða þá eftir á.

 

Skráðu inn einkenni og leyniorð sem þú fékkst úthlutað frá SÍ fyrir rafrænu samskiptin.

 

Eigandi reiknings er kennitala þess bankareiknings sem þú notar til að taka við greiðslum frá SÍ.

 

Skráasafn fyrir afrit af reikningum tilgreinir hvar þú vilt vista afrit af reikningum sem voru sendir til SÍ.  Það er nauðsynlegt til að eiga sönnun fyrir innsendingu og til að geta bakfært reikninga.

 

Senda beiðnir til raun/prófunar-umhverfis, stjórnar því hvert gögnin verða send.  Prófunar-umhverfi er fyrst og fremst notað fyrir prófanir á ýmsum þáttum, en hefur ekki áhrif á upphæðir til endurgreiðslu.  Að öllum jöfnu stillir þú þennan valkost á Raun-umhverfið.

 

Valkostir í aðalvalmynd Þjónsins:

 

Í aðalvalmyndinni getur þú valið um nokkra valkosti sem hafa áhrif á birtingu boða í rafrænum samskiptum við SÍ.   Opnaðu valmyndina Valkostir og stilltu þetta eftir smekk.

 

Smelltu að lokum á takkann Prófa samskipti og birtist þá þessi staðfesting um að allt sé í sóma (eða villuboð ef samskiptin gengu ekki).