Uppfæra stöðu

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Rafræn samskipti við SÍ >

Uppfæra stöðu

Mikilvægt er að sjúklingar sem eiga rétt á endurgreiðslu frá SÍ, séu rétt merktir í kerfinu.

 

Fyrst velur þú sjúklinginn eins og venjulega og smellir á Stofn-flipann.  Ýttu svo á takkann Uppfæra SÍ-stöðu til að sækja stöðukóda og endurgreiðsluhlutfall sem á við þennan sjúkling.  Gott er að gera þetta í hvert skipti sem sjúklingur kemur, til að tryggja rétta úrvinnslu í kerfinu.

 

Ef þú valdir að Sýna ítarupplýsingar í SÍ-samskiptum í aðalvalmyndinni birtist skjámynd eitthvað í þessa veru, annars uppfærast svæðin tvö og hógværari staðfesting birtist.

 

 

 

Einnig geta birst áminningar um að viðkomandi hafi ekki enn verið skráður með heimilistannlækni, eða að hann sé ekki sjúkratryggður.

 

Ef sjúklingur er látinn, birtist viðvörun og viðkomandi er merktur Látinn í kerfinu.