Afritun út á skýið

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Öryggisafritun >

Afritun út á skýið

Previous pageReturn to chapter overviewNext page

Ef þú ert með aðgang að geymslusvæði á skýinu (t.d. hjá Hugmóti, Dropbox, Google Drive, OneDrive eða iCloud), geturðu vistað öryggisafrit úr Tannlæknaþjóninum þar.  Sumar þessar þjónustur sjá einnig um að samræma gögnin á fleiri en einni tölvu, sem getur hentað vel fyrir notendur Þjónsins.

 

Þjónustan hjá Hugmóti veitir þér aðgang að FTP-svæði fyrir allt að 100 Gb geymslupláss og kostar aðeins 19.563 kr. á ári með VSK.  Flestir notendur þjónustunnar nota Duplicati forritið til að sjá um afritunina sjálfvirkt.

 

Hafa skal í huga að hraði Internet-tenginga frá notanda er oft 1 Mbps eða minni (gildir einkum um ADSL-tengingar).  Til að öryggisafritun út á netið sé raunhæf, getur þurft að kaupa öflugri áskrift með 2 Mbps eða meiri hraða frá notanda, s.s. ljósnet Símans eða sambærilegar áskriftarleiðir hjá öðrum Internet-þjónustuaðilum.  Þú getur mælt samskiptahraðann í báðar áttir með þjónustu eins og SpeedTest.net og gert viðeigandi ráðstafanir í framhaldi.

 

Skynsamlegt er að vista gögnin á dulrituðu formi, t.d. með Netafriti eða WinZIP til að enginn geti nýtt gögnin, þó svo óheppilega vilji til að þau komist í hendur óprúttinna.

 

Þjónustan hjá Dropbox er ókeypis fyrir fyrstu 2 Gígabætin.  Ef þú þarft meira pláss, kostar aðeins 10 USD á mánuði að fá aðgang að 100 Gb, sem ættu að duga flestum æði lengi.

 

Fyrstu 5 Gb eru ókeypis hjá Google og kostar aðeins 2,50 USD á mánuði fyrir hver 25 Gb, sem verður að teljast mjög hagstætt.

 

OneDrive frá Microsoft býður ókeypis fyrstu 7 Gb af geymsluplássi og aðeins kostar 10 USD á mánuði að bæta við hverjum 20 Gb og enn ódýrara eftir það.