Öryggisafritun

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  »No topics above this level«

Öryggisafritun

Gögn Tannlæknaþjónsins eru uppfærð jafnt og þétt þegar þú notar kerfið.  Með tíð og tíma safnast þar mikilvægur grunnur upplýsinga, sem hefur mikil áhrif á starfsemi stofunnar.

 

Mikilvægustu skrárnar eru gagnagrunnur Tannlæknaþjónsins, sem yfirleitt eru geymdar á slóðinni: C:\Thjonn\DB  

 

Til að staðfesta hvar gögnin liggja, getur þú valið Hjálp - Helstu skráasöfn frá valmyndinni, og birtist þá mynd með upplýsingum um helstu skráasöfnin. Ef þú vilt vera alveg viss, má sannreyna það, t.d. með því að skoða innihald þessarar möppu og raða skrám í röð á dagsetningu.

 

Aðrar skrár sem þarf að afrita eru t.d. Mynda- eða skjalasafn sjúklinganna, afrit af SÍ-reikningum og röngtgen-myndir sem teknar hafa verið.

 

Til að fyrirbyggja gagnatap, s.s. af völdum tölvubilunar, bruna eða þjófnaðar, er mjög mikilvægt að taka öryggisafrit reglulega.  Helst þarf að gera það daglega og flytja afritið á annan stað, t.d. í gagnageymslu  á Internetinu.  Til eru margar aðferðir til þess og misjafnt hvað hentar hverjum og einum.  Hér á eftir eru taldir upp nokkrir valkostir í þeim efnum.