Viltu kynna fyrirtæki þitt innanlands? Eða kannski um víða veröld? Er fjármagn til markaðssetningar af skornum skammti? Flestir viðurkenna að auglýsingar eru dýrar ... en án þeirra skeður heldur ekki neitt!
Nú býðst þér nýr valkostur til að kynna starfsemi þína út um víða veröld án þess að kosta miklu til: Með heimasíðu á Veraldarvefnum. Við getum aðstoðað þig við alla þætti slíkrar kynningar; búið til heimasíðu, vistað hana og kynnt vítt og breitt um Vefinn. Þar með kemstu í samband við milljónir manna um allan heim, sem "flakka" um Veraldarvefinn. Hér á landi nota meira en 75% þjóðarinnar Internetið.
Hvaða hagur er af heimasíðu?Fyrirtæki geta hagnýtt sér vefinn til að koma á framfæri ýmiss konar upplýsingum, til viðskiptavina sinna eða væntanlegra viðskiptavina. Þar má birta fréttatilkynningar, verðlista, lýsingu á vöru og þjónustu, notkunarleiðbeiningar og jafnvel skemmtiefni. Fyrirtæki sem kemur sér upp heimasíðu, bætir líka ímynd sína, sem framsækið og lifandi fyrirtæki.
Heimasíða er áþekk móttöku fyrirtækisins -- það fyrsta sem viðskiptavinurinn sér þegar hann "kemur í heimsókn". Þess vegna getur stílhrein heimasíða, sem jafnframt leiðir menn áfram til ítarlegri upplýsinga, verið mikilvæg leið til að veita betri þjónustu og til að ná sambandi við nýja viðskiptavini.
Margir valkostir
Kynning á Vefnum getur verið allt frá einni einfaldri heimasíðu, upp í heilan vef síðna sem tengjast þvers og kruss. Einnig má skreyta síðurnar með myndum, merkjum og litríkum bakgrunnum. Nú hallast æ fleiri að því að innihald skipti mun meira máli en útlit, og því er skynsamlegt að byrja með einfaldar, efnisríkar síður en bæta útlitið seinna þegar efni og ástæður leyfa. Við erum í samstarfi við auglýsingateiknara og myndskreytara sem geta lagt þér lið, ef þú hefur áhuga á enn glæsilegri framsetningu. Einnig getum við bent á enskusérfræðinga ef þú ert að stíla á kynningu fyrir erlenda markaði, en þá er mikilvægt að vanda mjög allan texta á síðunum.
Hvernig eru síðurnar "gefnar út"?
Vefsíðurnar eru gerðar sýnilegar öllum sem hafa aðgang að veraldarvefnum með því að vista þær á vefþjóni. Þú hefur marga valkosti í þeim efnum, en algengast er að leigja sér svæði undir þær eða nýta vefsíðusvæði sem Internet-þjónustur bjóða. Þessir aðilar eru meðal þeirra sem bjóða vistun á vefsíðum gegn vægu gjaldi:
- Síðusafnið (vistun á auglýsinga-vefsíðum)
- Hugmót undir icelandix.com eða hugmot.is
- Gjorby margmiðlun ehf Keflavík
- Hringiðan
- isl@ndia.is
- Margmiðlun
- Nýherji
- Snerpa Ísafirði
- Tölvuþjónustan á Akranesi
Svo einfalt er það! Og þar með ert þú orðinn "alvöru" aðili á netinu. Þegar fram líða stundir, getur þú líka komið þér upp eigin vefþjóni og nýtt enn betur þá möguleika sem Vefurinn býður.
Hvernig er best að kynna heimasíðuna?
Til þess að aðrir í veröldinni frétti af heimasíðunni þinni, þarftu að láta sem flesta vita af veffangi (URL) hennar. Það má m.a. gera með eftirtöldum aðferðum:
- Bæta veffanginu í undirskrift skeyta í tölvupósti
- Bæta veffanginu á bréfsefni, umslög og nafnspjöld
- Senda fjölmiðlum fréttatilkynningu
- Birta veffangið í fréttablaði fyrirtækisins
- Birta veffangið í auglýsingum í blöðum, útvarpi og sjónvarpi
- Senda ýmsum aðilum tölvupóst (þó ber að varast blinda fjöldasendingu)
- Kaupa skráningu í hinum ýmsu netfangaskrám sem gefnar eru út (sjá nánar hér að neðan)
- Fylla út skráningarform hjá gagnabönkum sem halda utan um heimasíður annarra
Hér á eftir er listi yfir nokkra aðila sem veita slíka þjónustu, í mörgum tilfellum ókeypis:
Fyrir íslenskan markað:
Fyrir erlendan markað:
- Síðusafnið (ókeypis skráning en greitt fyrir myndir)
- smá-AUGLÝSINGAR Hugmóts (ókeypis prófun í 7 daga, annars 498 kr. á mánuði)
- Leit.is (ókeypis skráning)
- Íslenski fyrirtækjavefurinn (ókeypis)
- Íslenska Margmiðlunarfélagið ehf (greitt fyrir skráningu)
- Gula línan (greitt fyrir skráningu)
- Netfangaskrá Miðlunar (greitt fyrir skráningu)
- Símaskráin (vægt aukagjald tengt skráningu síma)
- Tenglasafn NETT ehf (ókeypis)
- Vefsíðubanki Elíasar (ókeypis)
- Vefkynning Hugmóts
- Submit-It! þjónusta hjá Scott Banister (sú fjölhæfasta sem við höfum fundið)
- Register-It! ókeypis fyrir 16 leitarvélar
- Yahoo
- Alta Vista
- WebCrawler
Hvað kostar vefsíðugerð?Það þarf ekki að kosta mikið að fá kynningu um heim allan á veraldarvefnum. Gjald fyrir vefsíðugerð hjá okkur eru tilgreind í töflunni hér að neðan (öll verð eru án VSK). Vinna við síðugerðina getur verið allt frá einum tíma upp í tugi klukkustunda, en dæmigerður vefur tekur þetta 5-10 tíma í vinnslu (2-4 síður). Berðu þann kostnað saman við kostnað af auglýsingum í alþjóðlegum fjölmiðlum -- og þá er ljóst að heimasíða hentar vel fyrir þá sem vilja nýta auglýsingafé sitt skynsamlega.
Verð fyrir vefsíðugerð og vistun Þjónusta Verð án VSK Aths. Einföld síða með einni mynd/merki 10.800 Vinna við handgerðar síður og myndvinnslu 5.400 pr. klst. Sérstök forritun (CGI, Java, JavaScript) 6.000 pr. klst. Skönnun mynda og merkja 900 pr. mynd Vistun stakra vefsíðna í eitt ár undir hugmot.is 4.000 pr. síðu Vistun vefsíðna og myndefnis í einn mánuð undir hugmot.is 800 pr. byrjað Mb Ef um stórt verk er að ræða, kemur vel til álita að veita 10-20% afslátt af ofangreindum verðum.
Einnig bjóðum við aðstoð við að vista síðurnar og koma þeim á framfæri.Nokkur dæmiEftirtaldar heimasíður eða vefir sýna hvað við höfum gert fyrir okkar viðskiptavini, auk okkar eigin vefs, sem þú ert að skoða núna. Hafðu samband ef þú hefur áhuga á að auglýsa starfsemi þína á nýjan og spennandi hátt!
- Ræsir hf. - Benz og Mazda á Íslandi
- Einingaverksmiðjan ehf - Forsteyptar einingar fyrir hús og mannvirki
- Íslenska Margmiðlunarfélagið ehf - Nútíma upplýsingamiðlun
- Skerpla ehf - Útgáfustarfsemi tengd sjávarútvegi
- Rune Valtersson's photo gallery - Íslandsmyndir
- Raymond Cartwright - Vatnslitamyndir af gæludýrum
- Lyftuþjónustan - Lyftur og allt annað sem fer upp og niður!
Sjá einnig: