Nýskráning sjúklings

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Notkun þjónsins >

Nýskráning sjúklings

Þegar nýr sjúklingur kemur til þín eða pantar tíma, þarftu að byrja á því að skrá helstu upplýsingar um viðkomandi.

 

Til þess smellir þú á flipann Nýr á aðalmyndinni og birtist þá þessi skráningarmyndin.  Skráðu inn kennitöluna og ýttu á Sækja úr þjóðskrá til að fylla út nafn og heimili sjúklingsins.  Ef kennitala liggur ekki fyrir, t.d. ef um útlending er að ræða, dugir fæðingardagur á forminu ddmmáá, þ.e. 150757 í þessu dæmi.  Einnig má búa til "ógilda" kennitölu, t.d. 150757-9999 í slíkum tilvikum.

 

Til að sækja símanúmer á vefinn hjá www.ja.is smellirðu einfaldlega á takkann Sækja símanúmer og forritið sér um að sækja heimasíma og/eða GSM-síma út frá kennitölu.  Einnig er boðið uppá að uppfæra heimilisfang og póstnúmer ef það hefur breyst.   Ef engin símanúmer finnast, er ekkert uppfært.  Þess í stað birtist val um að opna leitarsíðuna hjá ja.is til að finna símanúmer fyrir viðkomandi sjúkling handvirkt.  Svo þetta virki, þarftu að velja Valkostir - Sækja símanúmer með vefþjónustu frá valmyndinni.

 

Fylltu síðan út önnur svæði eins nákvæmlega og unnt er.  Einnig getur þú tengt ljósmynd af sjúklingnum við skráninguna, með því að smella á takkann Mynd og velja ljósmynd á JPG-formi.  Hún birtist þá á fletinum hægra megin eins og sjá má hér að neðan:

 

 

Hópur er reitur sem má nota til að flokka sjúklingana, t.d. TP (tannpína), IP (innplönt) og jafnvel má skrá þar áhugamál sjúklings (Golf, Skotveiði, Ferðalög, Ljósmyndun svo dæmi sé tekið).  Þegar slíkir kódar eru notaðir, er mikilvægt að þeir séu alltaf skráðir með sama hætti. Þessa hópa má svo nota til að velja sjúklinga í ýmsum útskriftum og vinnslum.

 

Kyn sjúklings ákvarðast sjálfvirkt út frá nafni.  Ef um er að ræða útlending, gætir þú þurft að velja rétt kyn handvirkt.  Ýmsar skýrslur í kerfinu bjóða uppá að velja sjúklinga eftir kyni, auk þess sem dagbókarútskrift sýnir kynkóða (M/K) ef það er valið.  Þjónninn sendir einnig kynkóda yfir í röntgen-forrit ef við á.  Síðast en ekki síst, hafa ýmis breytuheiti verið skilgreind fyrir kynkóða, til að geta tengt Þjóninn betur við önnur kerfi.

 

Í Athugasemdir má skrá ýmis önnur atriði um sjúklinginn, sem þú vilt sjá strax og Stofn-flipinn er opnaður.  Þá þarf ekki að nota önnur óskyld svæði undir slíka minnispunkta.

 

Þegar þú hefur fyllt svæðin samviskusamlega út, skaltu ýta á Geyma til að vista upplýsingarnar.  Við það verða aðrir takkar neðst á myndinni virkir og sjúklingurinn fær úthlutað númer, sem eftirleiðis er almenn tilvísun á þessar upplýsingar.

 

Takkarnir Texti og Viðvörun opna skráningarglugga fyrir frjálsan texta, sem má nýta fyrir atriði sem ekki komast fyrir í öðrum svæðum á þessari skjámynd.  

 

Takkinn Myndasafn opnar mynda- eða skjalasafn sjúklingsins og stofnar það ef með þarf.  Það hentar vel til að vista myndir, skjöl og annað sem viðkemur hverjum sjúklingi, á skipulegan hátt án þess að gagnagrunnurinn sjálfur þenjist út.   Ef safnið er þegar til og minnst eitt skjal er þar að finna, verður takkinn feitletraður til að minna á það.

 

Þegar tímar líða, breytast þessar upplýsingar, s.s. heimilisfang og símanúmer.  Þá þarftu aðeins að ýta á viðkomandi takka til að uppfæra þessi atriði samkvæmt Þjóðskrá og símaskrá.  

 

Staða: Ef sjúklingur er óvirkur (t.d. farinn annað eða fluttur til útlanda) eða látinn, má velja viðeigandi stöðu í fellilistanum.  Ýmsar vinnslur og útskriftir í kerfinu leyfa val á sjúklingum eftir þessari merkingu (t.d. Aðeins virkir).