Innsetningarforrit

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Forritið sett inn >

Innsetningarforrit

Til að setja kerfið upp í byrjun, skaltu ræsa upp innsetningarálfinn Tann_setup.exe sem leiðir þig áfram varðandi innsetninguna.

 

Sjálfgefin mappa fyrir forritið er: C:\Thjonn  og mælum við með að þú notir hana, þar sem Windows-stýrikerfið er oft til vandræða ef kerfið er sett inn á C:\Program files möppurnar.  

 

Álfurinn sér um að búa til þau skráasöfn sem til þarf, afrita forritið og aðrar skrár, og stillir upp tómum gagnagrunni fyrir kerfið.  Að auki býr álfurinn til möppur og flýtivísanir eftir þörfum.  Síðast en ekki síst, setur álfurinn upp BDE (Borland Database Engine), en það er gagnagrunnskerfið sem Tannlæknaþjónninn notar.  Best er að setja BDE inn á C:\Thjonn\BDE möppuna.

 

Síðan ræsir þú upp Tannlæknaþjóninn með því að smella á flýtivísunina á skjáborðinu (rauða tanngarðinn).

 

Til að virkja allar aðgerðir forritsins, þarftu að setja inn notendanafn og leyfisnúmer  og ýmsar aðrar stillingar sem eiga við í þínu tilviki.  Einnig þarftu að huga að samnýtingu gagna á neti, ef þú hyggst nota kerfið á fleiri en einni tölvu.