Vakta fylgist með skrám sem uppfylla tiltekin skilyrði og vinnur úr þeim. Það hentar sérstaklega fyrir sjálfvirkt gagnaflæði milli ólíkra tölvukerfa. Forritið vinnur eftir vaktskilgreiningum í skránni Vakta.mdb sem er Access 2000 gagnagrunnur. Vaktskilyrðin og skýrslugluggi birtast á skjánum, sem auðveldar notendum að fylgjast með framvindu mála.
Helstu kostir:
Vakta stuðlar að aukinni sjálfvirkni í fyrirtækinu og dregur úr villum í tölvuvinnslu. Ýmsir valkostir eru í boði:
- Flytja skrá fyrir vinnslu í annað skráasafn
- Breytur fyrir skrárheiti eða einstaka hluta þess
- Val um að birta glugga úrvinnsluforrita ýmist í forgrunni eða bakgrunni eða alls ekki
- Sjálfvirk vöktun (frá 5 sekúndna til 60 mínútna fresti)
- Heldur utan um síðustu skrár sem unnið var úr og hvenær það var gert
- Heldur utan um fjölda skráa sem fundust
Mikið notagildi
Vaktar hentar vel til að flytja bókunarfærslur milli kerfa, senda sjálfvirkar uppfærslur og tengja saman ólík kerfi, t.d. tollkerfi og EDI-sendiforrit. Fyrir vikið dregur stórlega úr ýmiss konar handvirkum vinnslum með tilheyrandi villuhættu.
Úrvinnsluforritin geta verið af ýmsum toga, t.d. hefðbundin Windows forrit, skipanalínu-forrit og BAT-skrár. Þau eru ábyrg fyrir því að eyða skránni eftir vinnslu, ef hún er ekki flutt í sérstakt vinnusafn áður.
Nánari upplýsingar
Skoðaðu hjálpartexta forritsins eða náðu þér í sýniseintak og prófaðu forritið. Ef það gagnast þér, skaltu panta notendaleyfi og njóta þess að sjá samspil milli tölvukerfanna taka stökk fram á við!
© 2002-2003, Hugmót ehf - Allur réttur áskilinn