Vakta - Fylgist með skrám og vinnur úr þeim

 

Vakta fylgist með skrám sem uppfylla tiltekin skilyrði og vinnur úr þeim. Það hentar sérstaklega fyrir sjálfvirkt gagnaflæði milli ólíkra tölvukerfa. Forritið vinnur eftir vaktskilgreiningum í skránni Vakta.mdb sem er Access 2000 gagnagrunnur. Vaktskilyrðin og skýrslugluggi birtast á skjánum, sem auðveldar notendum að fylgjast með framvindu mála.

Helstu kostir:

Vakta stuðlar að aukinni sjálfvirkni í fyrirtækinu og dregur úr villum í tölvuvinnslu. Ýmsir valkostir eru í boði:

  • Flytja skrá fyrir vinnslu í annað skráasafn
  • Breytur fyrir skrárheiti eða einstaka hluta þess
  • Val um að birta glugga úrvinnsluforrita ýmist í forgrunni eða bakgrunni eða alls ekki
  • Sjálfvirk vöktun (frá 5 sekúndna til 60 mínútna fresti)
  • Heldur utan um síðustu skrár sem unnið var úr og hvenær það var gert
  • Heldur utan um fjölda skráa sem fundust

Mikið notagildi

Vaktar hentar vel til að flytja bókunarfærslur milli kerfa, senda sjálfvirkar uppfærslur og tengja saman ólík kerfi, t.d. tollkerfi og EDI-sendiforrit. Fyrir vikið dregur stórlega úr ýmiss konar handvirkum vinnslum með tilheyrandi villuhættu.

Úrvinnsluforritin geta verið af ýmsum toga, t.d. hefðbundin Windows forrit, skipanalínu-forrit og BAT-skrár. Þau eru ábyrg fyrir því að eyða skránni eftir vinnslu, ef hún er ekki flutt í sérstakt vinnusafn áður.

Nánari upplýsingar

Skoðaðu hjálpartexta forritsins eða náðu þér í sýniseintak og prófaðu forritið. Ef það gagnast þér, skaltu panta notendaleyfi og njóta þess að sjá samspil milli tölvukerfanna taka stökk fram á við!

 

© 2002-2003, Hugmót ehf - Allur réttur áskilinn