Tannlæknaþjónninn

 
Stofnupplýsingar um sjúkling - smelltu til að skoða Tannlæknaþjónninn er forrit sem auðveldar tannlæknum og aðstoðarfólki að halda utan um sjúklinga og sögu þeirra.

Forritið innifelur dagbók fyrir tímapantanir, skráningu á helstu atriðum um sjúklinginn og utanumhald um þær aðgerðir sem framkvæmdar hafa verið á honum.

Tannlæknaþjónninn býður einnig upp á ýmiss konar útskriftir, SMS-sendingar, tengingu við röntgen-forrit o.m.fl. Þar með uppfyllir það allar helstu þarfir tannlæknis til að halda utan um daglegan rekstur stofunnar.

Tenging við Sjúkratryggingar Íslands og uppfletting í þjóðskrá á netinu í samstarfi við Ferli ehf, er meðal atriða sem auðvelda og flýta fyrir vinnslum í kerfinu.

Tannlæknaþjónninn er samstarfsverkefni Hugmóts og Tannlæknastofu EG ehf. Hugmót sér um þróun kerfisins ásamt þjónustu við notendur, en TEG veitir sérfræðiálit vegna nýjunga og breytinga á kerfinu.

Hafðu samband við okkur ef þú vilt fá aðstoð við að setja nýju útgáfuna upp hjá þér. Hringdu í Ingólf Helga í síma 893-8227 eða sendu póst á it@hugmot.is og við finnum tíma handa þér.

Smelltu á tenglana til að fræðast nánar um einstaka þætti kerfisins.


Verð og valkostir Nýjasta útgáfa
Þjónustusamningur Hjálpartextinn á vefnum
Senda ábendingu eða þjónustubeiðni Notendahandbók á PDF-formi
Fjaraðstoð Spurt og svarað
Breytingasaga kerfisins Sækja nýjustu SÍ-taxta


© 2011-2021, Hugmót ehf og TEG ehf - Allur réttur áskilinn