Tannlæknaþjónninn - Verðlisti
 

Hér finnur þú verðlista og valkosti fyrir Tannlæknaþjóninn sem gildir frá 1. okt. 2018.
Við mælum sérstaklega með viðhaldssamningnum til að þú fáir alltaf nýjustu útgáfur jafnóðum, en stefnt er að reglulegum uppfærslum eigi sjaldnar en 2 sinnum á ári.

 
Taflan skýrir nánar valkostina og hvað þeir kosta (allar upphæðir eru MEÐ VSK):

ValkosturVerð   Athugasemdir
Tannlæknaþjónninn - nýtt kerfi 375.000Uppfærslur í eitt ár innifaldar
Viðhaldssamningur í eitt ár (20%) 75.000Nýjustu útgáfur sóttar yfir netið
Stök uppfærsla úr útgáfu eldri en 1 árs (30%)112.500Uppfærslur í 30 daga innifaldar
Stök uppfærsla úr útgáfu eldri en 2 ára (50%)187.500Uppfærslur í 30 daga innifaldar

 

Innifalið í verði nýs kerfis eru uppfærslur í eitt ár. Uppsetning kerfisins á útstöðvum og samtenging á staðarneti, tenging prentara o.þ.h. er unnin í tímavinnu (um 1-2 klst. fyrir hverja útstöð).

Fyrir núverandi notendur er boðið upp á uppfærslurétt (viðhaldssamning) í eitt ár í senn, á verði sem nemur 20% af gildandi kaupverði á hverjum tíma. Uppfærslurétturinn tryggir þér allar nýjar útgáfur á tímabilinu.

 
Eftirtalin þjónusta er í boði í tengslum við Tannlæknaþjóninn (verð á mánuði er til viðmiðunar fyrir þætti sem greiðast einu sinni á ári):

ÞjónustuþátturÁ mán.Verð   Athugasemdir
Tenging við Þjóðskrá 2.000 24.000Árgjald. Notkun umfram 100 flettingar/mán. kostar 36 kr. per flettingu
Afritun gagna yfir netið (100 Gb) 1.653 19.840Árgjald. 100 Gb geymslupláss innifalið
Afritun gagna yfir netið (200 Gb) 2.480 29.760Árgjald. 200 Gb geymslupláss innifalið
Afritun gagna yfir á annan stað 827 9.920Gagnaver á Blönduósi. 100 Gb geymsla
Öruggar skeytasendingar  14.000Innifelur 1.000 skeyti. Sjá nánar
Uppfletting í símaskrá ja.is  18 pr. uppflettingu. Innheimt árlega
Uppfærsla SÍ-taxta (2 taxtar)  2.480pr. taxta pr. skipti. Sjá nánar að neðan
Kerfisvinna/netuppsetning  21.074pr. klst. Sérfræðiþjónusta
Tölvudekur/ráðgjöf  18.966pr. klst. Sjá lýsingu hér að neðan
Þjónustusamningur 2.480 29.760 Árgjald. Sjá nánar um samninginn
Akstur   3.224Á höfuðborgarsvæðinu
 

Hvað kostar þetta í raun?

Hér má sjá raunhæft dæmi um árlegan rekstrarkostnað kerfisins, sem er í lægra lagi miðað við kjarnakerfi (viðhald og rekstur á tölvubúnaði, prentara, Internet-tengingu og röntgen-kerfi er ekki með í þessum útreikningi):

ÞjónustuþátturÁ mán.Á ári   Athugasemdir
Kerfisþjónusta 5.269 63.222Miðað við 3 klst. alls á ári
Viðhaldssamningur 6.250 75.000Nokkrar nýjar útgáfur á ári
Tenging við Þjóðskrá 2.000 24.000Miðað við hóflega notkun
Uppfletting í símaskrá ja.is 750  9.000 Miðað við 500 flettingar á ári
Uppfærsla SÍ-taxta 827  9.920Tveir taxtar, tvisvar á ári
Afritun gagna yfir netið 1.653 19.563Geymslupláss innifalið
Öruggar skeytasendingar 3.500 42.000Miðað við 3.000 skeyti á ári. Sjá nánar
Akstur 806  9.672Miðað við 3 ferðir
Heildarkostnaður  21.055 252.654

 

Tenging við Þjóðskrá tryggir aðgang að nýjustu upplýsingum um sjúklinga. Fastagjaldið innifelur 100 uppflettingar á mánuði og er rukkað sérstaklega fyrir umframnotkun, 20 kr. per uppflettingu.

Afritun gagna yfir netið tryggir að þú eigir ávallt öruggt afrit af gögnum Tannlæknaþjónsins, sjúklingaskjölum og röntgen-myndum sem þú hefur tekið. Forrit eins og Duplicati er notað til að taka sjálfvirkt afrit af nýjustu skrám á hverjum degi. Upphafleg afritataka af öllum skrám (þ.m.t. öllum röntgenmyndum) og uppsetning á öryggisafrituninni, er unnin í tímavinnu. Sjá nánari umfjöllun á síðunni Afritun gagna yfir netið.

Öruggar skeytasendingar auka líkurnar á að boðun sjúklinga með SMS, komist til skila. Það dregur úr forföllum sjúklinga og tilheyrandi tekjutapi. Sjá nánari upplýsingar um valkosti á sérstakri síðu um Skeytasendingarþjónustu Hugmóts.

Uppflettingar í símaskrá ja.is felur í sér beina tengingu við gagnagrunn ja.is gegnum vefþjónustu. Það tryggir þér nýjustu upplýsingar um GSM-símanúmer, heimasíma, aðsetur, póstfang, starfsheiti o.fl. beint inn í viðeigandi svæði í Stofn-upplýsingum sjúklings.

Uppfærsla SÍ-taxta felur í sér að við útvegum nýjustu gjaldskrár SÍ vegna endurgreiðslu tannlæknakostnaðar fyrir börn, unglinga, ellilífeyrisþega og öryrkja, sem passa fyrir Tannlæknaþjóninn. Um er að ræða tvo taxta sem báðir eru uppfærðir tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júlí. Þú sparar talsverða handavinnu!

Tölvudekur/ráðgjöf felur í sér að halda tölvunum þínum við hestaheilsu og tryggja að þær skili ávallt fullum afköstum. Innifalið eru uppfærslur á stýrikerfi og reklum, afstykkjun disks og Windows registry, tiltekt á diski, vírusleit, rykhreinsun o.m.fl. Hver tölva fær "heimsókn" minnst 4 sinnum á ári. Við ráðum þér líka heilt varðandi breytingar á tölvum og netkerfi. Þetta er fyrirbyggjandi viðhald, unnið í tímavinnu, sem skilar sér í meiri stöðugleika og færri rekstrartruflunum.

Þjónustusamningur færir þér afslætti og forgangsþjónustu á álagstímum. Einnig ókeypis uppfærslu á SÍ-töxtum tvisvar á ári (2 x 2 taxtar).

Akstur miðar við hverjar byrjaðar 15 mínútur. Viðskiptavinir á landsbyggðinni borga þó aldrei meira en sem nemur 2 tíma akstri.

Ef þú hefur hug á að setja upp Tannlæknaþjóninn eða uppfæra hann í nýjustu útgáfu, hafðu þá samband við okkur:

www.hugmot.is    sími 893-8227  it@hugmot.is

 


© 2011-2019 - Hugmót ehf og TEG ehf - Allur réttur áskilinn