Þjónninn - Þjónustusamningur

 

Notendum Þjónsins stendur til boða ýmiss konar þjónusta tengd kerfinu, á sanngjörnu verði sbr. Verð og valkosti.

Að auki býðst þér þjónustusamningur við Hugmót, sem gildir í eitt ár í senn og innifelur eftirfarandi:


  • Afsláttur (10%) af vinnu
  • Afsláttur (10%) af Öryggisafritun og SMS-skeytasendingum
  • Í boði er tölvubúnaður frá Origo með 10-15% afslætti frá listaverði
  • Símaþjónusta milli kl. 09:00-18:00 alla virka daga
  • Fjaraðstoð gegnum netið á sama tímabili (sparar tíma og akstur)
  • Aðstoð gegnum tölvupóst (svör samdægurs)
  • Uppfærslur á Barnataxta SÍ tvisvar á ári
  • Uppfærslur á SÍ-taxta fyrir endurgreiðslu til aldraðra og öryrkja, tvisvar á ári
  • Afnot af lánsbúnaði (prentara, gagnagrunns-þjóni, skjá, varaaflgjafa, sviss, router) til að tryggja samfelldan rekstur, uns gert hefur verið við búnað eða nýr keyptur.
  • Aðgangur að sérfræðingum til að leiðbeina þér um notkun Þjónsins
  • Lausn á tæknilegum vandamálum sem tengjast Þjóninum og öðrum tölvubúnaði
  • Forgangsþjónusta á álagstímum
  • ... allt þetta fyrir aðeins 36.000 kr. m/VSK á ári

Aðstoð í síma/fjaraðstoð/tölvupóst sem tekur styttri tíma en 6 mínútur, er innifalin. Aðstoð sem tekur 6 mín. eða lengur, er gjaldfærð skv. verðskrá hverju sinni, með 10% afslætti.

Uppfærslur á SÍ-töxtum tvisvar á ári: Við sjáum um að uppfæra taxtana og koma þeim til þín. Samræming almenns taxta við SÍ-taxta ef óskað er.

Forgangsþjónusta á álagstímum: Þín vandamál eru tekin fram yfir þeirra sem ekki eru með Þjónustusamning, þegar mikið liggur við. Okkur er ljóst að hnökralaus rekstur stofunnar þinnar er það sem skiptir þig mestu máli.

Þetta er fljótt að borga sig, því þú hefur aðgang að sérfræðingum sem þekkja þessa hugbúnaðarlausn manna best og hafa áratuga reynslu af tölvumálum.

Síðast en ekki síst, erum við þér ávallt innan handar til að leysa tölvumál, hvort sem það tengist útprentunum, tölvupósti, röntgenforritum, stýrikerfi, netbúnaði, öryggisafritun, vírusskönnun, skýjavistun, tímastillingum eða fjarstýringum ... bara að nefna það!

Til að panta Þjónustusamning, skaltu hringja í Ingólf Helga í síma 893-8227 eða senda póst á it@hugmot.is.

 


© 2016-2023 - Hugmót ehf - Allur réttur áskilinn