<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Öryggisafritun > Afritun með Netafriti |
Afritun gagna yfir netið tryggir að þú eigir ávallt öruggt afrit af gögnum Tannlæknaþjónsins og röntgen-myndum sem þú hefur tekið. Forritið Netafrit frá Hugmóti má nota til að taka sjálfvirkt afrit af nýjustu skrám á hverjum degi.
Netafrit byrjar á að skanna þær möppur sem á að afrita, finnur allar skrár sem hafa nýlega breyst, þjappar þeim, dulritar og sendir í vistun yfir netið; allt í einni lotu. Nánari upplýsingar um þessa afritunarleið finnur þú undir liðnum Aðstoð í boði - Afritun gagna.