Uppfletting í Vanskilaskrá

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Aðrar aðgerðir >

Uppfletting í Vanskilaskrá

Hægt er að tengja Tannlæknaþjóninn við vefsíðu eða kerfi fyrir könnun á greiðslugetu sjúklings.  Dæmi um það er vanskilaskráin Vogin hjá CreditInfo.  Það getur margborgað sig af framkvæma slíka könnun áður en hafist er handa við dýrar tannviðgerðir fyrir viðkomandi sjúkling.

 

Uppfletting hjá CreditInfo kostar um 350 kr. pr. fyrirspurn.  Hver tannlæknir um sig þarf að gera samning við CreditInfo um þessa þjónustu og fær þá afhent notendanafn og leyniorð fyrir aðgang að vefnum þeirra.

 

Sjálfgefið er forritið tengt við vef CreditInfo, en því má breyta með því að bæta við eftirfarandi kafla í Tann.ini stýriskrána:

 

[Links]

Creditcheck_url=https://www.banki.is/vanskilaskra/uppfletting.apx?id=#ID

Creditcheck_warning=Uppfletting í Vanskilaskrá kostar skildinginn. Viltu halda áfram?

 

Breytan #ID táknar kennitölu (án bandstriks) og #IDD táknar kennitölu með bandstriki.  Ef viðvörunartexti er skilgreindur, birtist viðvörunargluggi með honum, áður en kallað er á vefsíðuna.  

 

Þegar sjúklingur hefur verið valinn, getur þú tengst þessari þjónustu með því að velja Sjúklingur - Kanna vanskilaskrá í aðalvalmyndinni.