Tannlæknar

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Uppsetning >

Tannlæknar

Hér tilgreinir þú ýmsar upplýsingar um þá tannlækna sem nota forritið á þinni stofu.  Þar má skrá nafn, titil, kennitölu, læknisnúmer og upplýsingar um sérfræðigreinar viðkomandi tannlæknis.  Þetta eru upplýsingar sem m.a. eru notaðar við útskrift reiknings úr kerfinu.

 

Algengast er að einn tannlæknir noti forritið, en ef þeir eru fleiri, má nota sérstakan lit til aðgreiningar.  Þá birtist nafnið með þessum lit í ýmsum skjámyndum kerfisins þegar unnið er með það.