Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) bjóða upp á aukna endurgreiðslu v/tannlækninga barna og unglinga undir 18 ára aldri,
í samræmi við samning sem gerður var við Tannlæknafélag Íslands (TFÍ) í apríl 2013.
Þann 15. maí 2013 tók gildi fyrsti áfangi samningsins, um tannlækningar barna og unglinga með 100%
greiðsluþátttöku ríkisins. Samningurinn verður innleiddur í áföngum eftir aldurshópum.
Fyrst um sinn nær hann til 15, 16 og 17 ára unglinga. Aðrir aldurshópar bætast við á næstu misserum
og þann 1. janúar 2018 munu þessar reglur gilda fyrir öll börn og unglinga undir 18 ára aldri.
Þegar sjúklingur er kallaður fram, er kannað hvort hann falli undir viðkomandi aldurshóp,
og ef tannlæknir samþykkir, er gjaldflokki viðkomandi breytt í SÍ-barna.
Þar með er einungis hægt að skrá aðgerðir sem falla undir þennan samning og
skýringar um endurgreiðslureglur hvers aðgerðarliðs birtast. Dæmi:
Gert er ráð fyrir að eini kostnaðurinn sem fellur á sjúklinginn, verði komugjald upp á 2.500 kr.
sem innheimt verður einu sinni á ári. Enn á eftir útfæra hvernig það verður framkvæmt í raun.
Þurfi að framkvæma aðgerðir á sjúklingnum, sem falla ekki undir samninginn, þarf tímabundið að
breyta gjaldflokknum og búa til sérstakan reikning sem sjúklingurinn greiðir að fullu.