SECopen - Opnar innihald .SEC skráa

 

SECopen er einfalt forrit sem opnar dulritaða SEC-skrá úr Netafriti og vistar allt innihald hennar í tiltekið skráasafn. Að sjálfsögðu þarf að tilgreina rétt leyniorð til að geta opnað skrána.

Sækja forritið

Forritið má tengja við .SEC skrártegundina, svo hægt sé að smella á skrárnar í Windows Explorer eða vinna beint úr viðhengi í tölvupósti. Engin þörf er á að setja inn Netafrit til að nota SECopen, en Netafrit býður hins vegar upp á fjölbreyttari möguleika varðandi úrvinnslu, t.d. að skoða innihald SEC-skrárinnar, vista valdar skrár úr henni og endurbyggja viðeigandi hluta af skráatrénu (e. directory structure).

Notkunarskilmálar

Þetta forrit er ókeypis og má dreifa því mjög frjálslega. Nýjustu útgáfu getur þú sótt á slóðinni www.hugmot.is/netafrit

Ef þú sendir öðrum forritið, skaltu dreifa skránni SECopen_innsetning.exe, því hún inniheldur forritið, hjálpartextann og prufuskrá. Auk þess tengir það forritið við SEC-skráartegundina.

Notandi ber sjálfur ALLA ábyrgð á notkun forritsins. Hugmót ehf ber enga ábyrgð á notkun/misnotkun forritsins, né á göllum sem í því kunna að leynast.

Forritið er varið með höfundarrétti. Notanda er ekki heimilt að breyta forritinu á nokkurn hátt, nota hluta úr því í önnur forrit eða hnýsast í innviði þess (e. reverse engineering).

 

© 2003-2007, Hugmót ehf - Allur réttur áskilinn