Cantina mötuneytiskerfið

 

 

Ert þú í forsvari fyrir mötuneyti?
Viltu ná fram meiri hagkvæmni með sjálfvirkri afgreiðslu?

Cantina sölukerfið er ætlað fyrir mötuneyti og aðra sölustaði þar sem skjót afgreiðsla skiptir öllu máli. Afgreiðslubúnaðurinn innheldur kortalesara og snertiskjá, sem komið er haganlega fyrir þar sem starfsmennirnir bíða eftir afgreiðslu. Þegar röðin kemur starfsmanni, auðkennir hann sig með kortinu, velur einn af valkostunum sem í boði eru, staðfestir úttektina og kerfið er tilbúið fyrir næsta mann. Hver afgreiðsla tekur aðeins um 5-10 sekúndur.

Mikill ávinningur

Kerfið flýtir afgreiðslu og sparar einnig vinnu í bókhaldi og uppgjöri. Í stað handvirkra kerfa, með matarmiðum/kortum (sem þarf að prenta, dreifa og halda bókhald um) bókast hver sala strax í miðlægan gagnagrunn. Mánaðarlega eða eins oft og þurfa þykir eru úttektir starfsmanna færðar yfir í launabókhald eða viðskiptabókhald, eða einfaldlega sendar sem boðgreiðslur til kortafyrirtækjanna.

Einnig er mögulegt að bjóða upp á fyrirframgreiðslu á mat, þ.e. að viðskiptavinir eigi inneignir sem þeir "éta" niður hægt og "bítandi". Hægt er að bjóða aukaheimild, sem gerir viðskiptavini fært að kaupa eina eða tvær máltíðir, áður en lokað er fyrir viðskiptin. Þetta hentar sérstaklega vel í skólamötuneytum og þar sem mikil hreyfing er á mannskap.

Auðvelt er að auka söluna í mötuneytinu, með því að bjóða upp á létta rétti og drykki utan hefðbundinna matmálstíma. Einnig má hafa verð aðalrétta breytilegt frá degi til dags, eftir því hve mikið er í þá lagt. Síðast en ekki síst, skila tekjur sér betur, því ekki þarf að höndla með matarkort eða miða og hætta á hvers konar svindli minnkar verulega.

Fá má ýmsar skýrslur úr kerfinu, sem auðveldar rekstur mötuneytisins. Má þar nefna yfirlit yfir sölu pr. dag / vörutegund / viðskiptavin o.s.frv. Auðvelt er að flytja gögnin yfir í Excel eða önnur kerfi fyrir útskriftir og frekari úrvinnslu.

Síðast en ekki síst, stuðlar kerfið að vinnusparnaði við afgreiðsluna, því viðskiptavinurinn sér sjálfur um að afgreiða sig, meðan starfsfólk fylgist með að rétt hafi verið valið og einbeitir sér að afgreiðslu matarins.

Cantina kerfið samanstendur af nokkrum einingum, vélbúnaði og hugbúnaði, sem þú getur raðað saman eftir þínum þörfum:

Vélbúnaður

  • Afgreiðslutölva með minnst 6" snertiskjá og Windows stýrikerfinu
  • Lesari fyrir auðkenningu starfsmanna, sem getur verið einn eða fleiri af þessum:
    • RFid-lesari fyrir prox-starfsmannakort (algengast)
    • RFid-lesari fyrir Mifare-starfsmannakort og dælulykla
    • Segulrandar-lesari
    • Strikamerkja-lesari
    • Lesari fyrir örgjörvakort
  • Veggfesting (valkostur)
  • WiFi-netkort (valkostur)

Hugbúnaður

Hugbúnaðurinn samanstendur af gagnagrunni og nokkrum forritum:

  • Cantina: Forrit sem keyrir á afgreiðslutölvunni. Starfsmaður auðkennir sig, velur úr því sem er á boðstólum og staðfestir úttektina. Hann getur valið úr 4 tungumálum fyrir viðmót, eða að tungumálskódi sé skráður við stofnun starfsmanns og skiptir kerfið þá sjálfvirkt um viðmót þegar hann auðkennir sig.
  • Notendaviðmót fyrir 6 tungumál fylgir: Íslenska, enska, franska, spænska, sænska og portúgalska.
  • Cantina söluskjár: Forrit sem sýnir afgreiðslufólki, hverjir hafa pantað hvaða vörutegund. Til að tryggja rétta afgreiðslu og koma í veg fyrir misnotkun.
  • Cantina bakvinnsla: Forrit fyrir skráningu forsendna, t.d. upplýsinga um starfsmenn, vöruframboð o.fl. Innifelur einnig úttak yfir í bókhaldskerfi og/eða boðgreiðsluskrá.
  • Gagnagrunnur: Yfirleitt er gert ráð fyrir að notaður sé miðlægur gagnagrunnur á netkerfi fyrirtækisins, t.d. MS-SQL, en mySQL hentar líka ágætlega og fæst ókeypis.
  • Skýrslur: Með kerfinu fylgja helstu skýrslur, sem má prenta út, vista á ýmsu formi eða senda í tölvupósti.
  • Öryggi: Boðið er upp á innslátt leyniorðs til að auka öryggið við auðkenningu viðskiptavinar.
  • Stillingar: Mikill sveigjanleiki hvað varðar liti, letur og fasta texta.
  • Ítarlegur hjálpartexti og notendahandbók á PDF-formi fylgir með kerfinu. Þar er bæði fjallað um uppsetningu og daglegan rekstur kerfisins.

Uppsetning

  • Aðeins þarf að festa afgreiðslutækið á vegg/borð og leggja netsnúru og rafmagn að því.
  • Stilla upp gagnagrunni og skilgreina gagnatöflur.
  • Skrá inn starfsmenn, númer starfsmannakorta, greiðslumáta, vöruframboð o.fl. Þessi gögn má líka flytja vélrænt úr öðrum kerfum.
  • Vinna við uppsetningu búnaðar og stillingu kerfisins, ásamt kennslu tekur nokkrar klukkustundir.

Nýjar útgáfur

Kerfið er í stöðugri þróun og stefnt er að nýrri útgáfu á 1-2 sinnum á ári. Allar nýjungar og breytingar eru unnar í nánu samstarfi við notendur kerfisins, til að tryggja lausn á raunverulegum þörfum þeirra.

Þeir sem eru með viðhaldssamning, fá allar útgáfur sem gefnar verða út, en annars má alltaf fá nýjustu útgáfuna fyrir hóflegt uppfærslugjald.

Önnur þjónusta

Með kerfinu fylgja ítarlegar leiðbeiningar um uppsetningu og rekstur kerfisins, en ýmiss konar þjónusta er í boði. Má þar nefna:

  • Aðstoð við val og uppsetningu vél- og hugbúnaðar
  • Vistun gagnagrunns og öryggisafritun
  • Flutning á gögnum inn í kerfið, t.d. starfsmannaskrá
  • Skilgreiningu á sérhæfðum skýrslum eða flutningi gagna í önnur kerfi
  • Framleiðslu á starfsmannakortum

Verð og valkostir

Skoðaðu verðlistann til að sjá nánar hve hagkvæm þessi lausn er. Ávinningurinn getur verið það mikill, að hann vinni upp stofnkostnaðinn á nokkrum mánuðum.

Nánari upplýsingar

Ef þú telur að þessi lausn henti þínu fyrirtæki, hafðu þá samband við sölumenn okkar eða söluaðila. Þeir munu fúslega veita þér nánari upplýsingar og heimsækja þig til að sýna þér hve vel kerfið virkar. Einnig getur þú smellt á skjámyndirnar hér að ofan til að skoða notendaviðmótið nánar. Síðast en ekki síst, er geturðu skoðað Notendahandbókina á PDF-formi.

   www.hugmot.is   sími 893-8227   it@hugmotis

 

© 2009-2023, Hugmót ehf - Allur réttur áskilinn
 

 

Nýjustu fréttir:

Samtölur á söluskjá

Nú er hægt að birta samtölur fyrir sölu dagsins efst á söluskjánum. Það hentar vel fyrir starfsfólk mötuneytsins, til að sjá strax hve mikið hefur selst þann daginn.

Fleiri greiðsluleiðir í boði

Nú er boðið upp á inneignar­kerfi, þar sem viðskipta­vinur borgar fyrirfram og eignast við það inneign. Við afgreiðslu lækkar inneignin síðan jafnt og þétt. Þetta fyrir­komulag hentar vel til að tryggja gott sjóðsflæði hjá rekstrar­aðila mötu­neytisins.

Hægt er að bjóða upp á "yfir­dráttar­heimild" þar sem viðskipta­vini er treyst og inneign hans má fara í mínus, t.d. 500 kr.

Síðast en ekki síst, má senda viðskiptavini kvittun fyrir innborgun í tölvupósti.


 

Notendaviðmótið í
Cantina bakvinnslunni
fylgir Windows hefðum:

Viðhald á vöruframboði

 

Innborgun skráð

 

Notendaviðmótið í
afgreiðsluforritinu byggir á
stórum tökkum fyrir snertiskjáinn,
með skýrum valkostum:

Upphafsskjárinn

 

Val um PIN-innslátt fyrir aukið öryggi

 

Valkostir í boði

 

Staðfesta pöntun

 

Val á tungumáli

 

Söluskjárinn